LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Uppbygging hjarta.

    Hjartað er vöðvavefur sem er byggður upp af einkjarnafrumum. Þær eru ílangar og með sýnilegu rákamynstri. Þær liggja þétt saman og boðspenna berst hindrunarlítið milli frumnanna.

Hjartavöðvinn hefur eigin slagtakt og dregst saman án tauga- og hormónaboða. Hluti af frumum hjartavöðva er ummyndaður í leiðslukerfi sem ber boðspennu hratt á milli hjartahluta.

Hjarta:

Mynd 2 sýnir langskorið hjarta.

Hjartað skiptist í fjögur hólf: hægri og vinstri gátt, atrium sin. et dext. og hægri og vinstri hvolf, ventriculus sin et dext.
Hjartaskilveggur, septum cordis , skilur í sundur vinstri og hægri hjartahelminga en gáttaskil, septum interatriale, aðskilur gáttir (í þeim er lítil dæla).

Á milli gátta og hvolfa eru lokur: Þriblöðkuloka, valva tricuspidalis, á milli hægri gáttar og Tvíblöðkuloka, valva bicuspidalis, á milli vinstri gáttar og vinstri hvolfa. Lokurnar koma í vegg fyrir bakflæði á milli hvolfa og gátta.

Spenavöðvar, musecule papillaris, eru í holrúmum beggja hvolfa og sinastrengir, chordae tendiane, tengjast spenavöðvum í annan endann og festast í brúnir lokana sem eru á milli gátta og hvolfa. Þessi búnaður sér um að lokurnar milli hjartahólfanna opnist ekki upp í gáttir.
Ullingseyra, auricula, er lítill vöðvapoki sem er í hvorri gátt og eykur yfirborð gáttana.

Lungnaslagæðaloka, valva trunci pulmonalis, er á milli lungnaslagæðar, truncus pulmonalis, og hægra hvolfs og meginæðalokaa, valva aortae ,er á milli vinstra hvolfs og meginæðar, aortae.

Hjartahólfin fjögur eru klædd hjartaþeli, endocardium, að innan, þetta er þekjuvefur sem er einnar frumu þykk flöguþekja.

Gollurhús, pericardium, er tvöfalldur poki úr bandvef sem klæðir hjartað að utan. Innri himnan nefnist iðraþinna, lamina visceralis, hún klæðir sjálft hjartað og er áföst við það. Ytri himnan nefnist veggþynna, lamina porixtalis, hún er sterkur poki sem festir hjartað innan miðmætis. Á milli iðra og veggþynnu er gollurshúshol, cavum pericardii, í þessu holi er vökvaþynna sem hefur það hlutverk að draga úr viðnámi þegar hjartað slær og er í slökun.

   

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/bygging.htm