Mynd 1. Hringrás blóðsins. | Hjartað er staðsett í
miðmæti milli lungna í brjóstholinu.
Hjartanu er skipt í:
Hjartað er tvöföld dæla tveggja helminga:
|
Bláæðar
flytja blóð til hjarta frá líffærum.
Í stóru hringrásinni er
súrefnissnautt blóð í bláæðum. Mynd 2. Stærstu bláæðar mannslíkamans. | Slagæðar flytja blóð frá
hjarta til líffæra. Í stóru
hringrásinni er súrefnisríkt blóð
í slagæðum.
Mynd 3. Stærstu slagæðar mannslíkamans. |
Þegar hjartavöðvinn dregst saman vinnur hjartað eins og dæla sem þrýstir blóðinu áfram. Þegar blóðið hefur farið um gáttir til hvolfa er slagþrýstingur í hvolfum miklu meiri en í gáttum. Þegar gáttir slaka verður að hindra bakrennsli blóðsins, það gera AV-lokurnar, valvae atrioventricularis sin. et dext., sem eru milli gátta og hvolfa. Gáttir og hvolf dragast saman og hvílast á víxl. Samdráttur í spenavöðvum og togkraftur sinastrengja koma í veg fyrir að lokan falli inn í gáttina.
Gáttirnar dragast fyrst saman og strax á eftir herpast hvolfin. Þetta kallast sýstóla. Díastóla verður þegar hjartavöðvinn hvílist og gáttirnar fyllast blóði.
Mynd 4. Díastóla. Þan, aðfallsfasi eða díastóla er á milli samdrátta. Þetta er hvíldarfasi hjartans,þá eru allar lokur opnar og blóð rennur í hjarta. Tekur 0,4 sek. Frá báðum holæðum streymir bláæðablóð inn í hægri gátt. Frá fjórum lungnabláæðum kemur súrefnisríkt blóð inn í vinstri gátt. | |
Mynd 5. Sýstóla, fyrri hluti Slag, útfallsfasi eða sýstóla, fyrri hluti, þá dragast gáttirnar saman. Umskautun verður í gúlpshnút og boðspennur berast með leiðslukerfi til gátta og niður í skiptahnút við það verður gáttasamdráttur og blóði er dælt í hvolf.Þetta tekur um 0,1 sek. Fyrra hjartahljóð heyrist í lok gáttasamdráttar þegar hjartalokurnar (tví- og þríblaðka) skella aftur, en þá er blóðþrýstingur í hvolfum orðinn meiri en blóðþrýstingur í gáttum. | |
Mynd 6. Sýstóla, seinni hluti. Slag, útfallsfasi eða sýstóla, seinni hluti, þá dragast hvolfin saman.Skiptahnúturinn sendir samdráttarboð í hvolf og hvolfasamdráttur verður. Þetta tekur um 0,3 sek. Seinna hjartahljóð heyrist í lok hvolfasamdráttar þegar slagæðalokurnar (ósæðar- og lungnastofnæðarlokurnar) skella aftur, en þá er blóðþrýstingur í slagæðunum orðinn meiri en blóðþrýstingurinn í hvolfunum. |