LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Ferð blóðsins.

  
Hringrásarmynd:

Mynd 1. Hringrás blóðsins.

Hjartað er staðsett í miðmæti milli lungna í brjóstholinu. Hjartanu er skipt í:
  • Hægri gátt, atrium dextrum og vinstri gátt, atrium sinistrum, sem taka á móti blóði sem berst að hjartanu frá bláæðum og eru einhvers konar safnlón milli samdrátta í hjartavöðvanum.
  • Hægra hvolf, ventriculus dexter og vinstra hvolf, ventriculus sinister, sem dæla blóðinu í stóru slagæðarnar sem liggja frá hjartanu.

Hjartað er tvöföld dæla tveggja helminga:

  • Hægri helmingurinn tekur við súrefnissnauðu blóði frá líkamsvefjum og dælir í litlu hringrás eða lungnahringrás, sem flytur súrefnissnautt blóð frá hægra hvolfi hjartans, ventriculus dexter, út í háræðanet lungna og súrefnisríkt blóð til vinstri gáttar hjartans, atrium sinistrum.
  • Lungnabláæðar bera svo súrefnisríkt blóð frá lungum í vinstri helminginn þar sem því er dælt í stóru hringrásina eða líkamshringrásina, sem flytur súrefnisríkt blóð frá vinstra hvolfi hjartans, ventriculus sinister út í háræðanet líkamans og súrefnissnautt blóð til vinstri gáttar hjartans, atrium sinistrum.
Hægri gátt tekur við blóði frá allri stóru hringrás og er nokkru stærri en sú vinstri.

     Bláæðar flytja blóð til hjarta frá líffærum. Í stóru hringrásinni er súrefnissnautt blóð í bláæðum.

Bláæðar:

Mynd 2. Stærstu bláæðar mannslíkamans.

   Slagæðar flytja blóð frá hjarta til líffæra. Í stóru hringrásinni er súrefnisríkt blóð í slagæðum.

Slagæðar:

Mynd 3. Stærstu slagæðar mannslíkamans.

Þegar hjartavöðvinn dregst saman vinnur hjartað eins og dæla sem þrýstir blóðinu áfram. Þegar blóðið hefur farið um gáttir til hvolfa er slagþrýstingur í hvolfum miklu meiri en í gáttum. Þegar gáttir slaka verður að hindra bakrennsli blóðsins, það gera AV-lokurnar, valvae atrioventricularis sin. et dext., sem eru milli gátta og hvolfa. Gáttir og hvolf dragast saman og hvílast á víxl. Samdráttur í spenavöðvum og togkraftur sinastrengja koma í veg fyrir að lokan falli inn í gáttina.

Gáttirnar dragast fyrst saman og strax á eftir herpast hvolfin. Þetta kallast sýstóla. Díastóla verður þegar hjartavöðvinn hvílist og gáttirnar fyllast blóði.
Hjarta: Mynd 4. Díastóla.

Þan, aðfallsfasi eða díastóla er á milli samdrátta. Þetta er hvíldarfasi hjartans,þá eru allar lokur opnar og blóð rennur í hjarta. Tekur 0,4 sek. Frá báðum holæðum streymir bláæðablóð inn í hægri gátt. Frá fjórum lungnabláæðum kemur súrefnisríkt blóð inn í vinstri gátt.

Hjarta: Mynd 5. Sýstóla, fyrri hluti

Slag, útfallsfasi eða sýstóla, fyrri hluti, þá dragast gáttirnar saman. Umskautun verður í gúlpshnút og boðspennur berast með leiðslukerfi til gátta og niður í skiptahnút við það verður gáttasamdráttur og blóði er dælt í hvolf.Þetta tekur um 0,1 sek. Fyrra hjartahljóð heyrist í lok gáttasamdráttar þegar hjartalokurnar (tví- og þríblaðka) skella aftur, en þá er blóðþrýstingur í hvolfum orðinn meiri en blóðþrýstingur í gáttum.

Hjarta: Mynd 6. Sýstóla, seinni hluti.

Slag, útfallsfasi eða sýstóla, seinni hluti, þá dragast hvolfin saman.Skiptahnúturinn sendir samdráttarboð í hvolf og hvolfasamdráttur verður. Þetta tekur um 0,3 sek. Seinna hjartahljóð heyrist í lok hvolfasamdráttar þegar slagæðalokurnar (ósæðar- og lungnastofnæðarlokurnar) skella aftur, en þá er blóðþrýstingur í slagæðunum orðinn meiri en blóðþrýstingurinn í hvolfunum.

 

Upp síðuna. /LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 /til baka

Starfsemi hjarta.
Höfundar: Ásta Björk Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Jón Vignir Guðnason og Sigurjón Sveinsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta5/ferd.htm