LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Hjartsláttur.

   

Samdráttur hjartans byrjar í gúlpshnút, nodus sinuatrialis, sem er "þykkildi" vöðvamassi mjög smágerður í afturvegg hægri gáttar og er innan leiðslukerfis hjartans. Boðspenna berst frá honum með leiðslukerfi hjartans niður með gáttum og dragast þær við það saman.
Boðspennan berst svo úr gáttum í skiptahnút, nodus atrioventricularis, þar tefst boðið í u.þ.b. 0,1 sek og á þeim tíma tæmast gáttirnar.
Skiptahnúturinn sendir svo áfram boðspennubylgju eftir hjartaskiptunum með purkinjenþráðum, eða H I S knippi, sem eru sérhæfðir vöðvaþræðir. Þeir leiða boð sex sinnum hraðar en venjulegir þræðir. H I S knippin skipta sér í tvennt niður hjartaveggin og þaðan liggja þau út í sitthvort hvolfið og hvíslast þar í smærri greinar.
Þegar skiptarhnútur hefur sent boðspennu áfram með Purkinjenþráðum alveg niður í hjartabrodd breiðist hún þaðan upp eftir hvolfunum sem dragast þá saman, stuttu á eftir gáttunum.

Hjartað er tvöföld dæla tveggja helminga. Blóð dælist um hjartað í litla og stóra hringrás. Í litlu hringrás er súrefnissnautt blóð sem kemur að hægri hjartagátt og fer í hægra hvolf og frá hægra hvolfi dælist það í stofnæð lungna, en í stóru hringrás kemur blóð frá litlu hringrás að vinstri gátt og fer í vinstra hvolf og þaðan er því dælt í aðalslagæð líkamans, ósæðina. Blóðið fer eftir æðakerfi líkamans um slagæðar, slagæðlinga, háræðar, bláæðlinga og bláæðar.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/slattur.htm