Samdráttur hjartans byrjar í gúlpshnút, nodus sinuatrialis, sem er "þykkildi"
vöðvamassi mjög smágerður í afturvegg hægri gáttar og er innan leiðslukerfis hjartans.
Boðspenna berst frá honum með leiðslukerfi hjartans niður með gáttum og dragast þær við það
saman.
Hjartað er tvöföld dæla tveggja helminga. Blóð dælist um hjartað í litla og stóra hringrás. Í litlu hringrás er súrefnissnautt blóð sem kemur að hægri hjartagátt og fer í hægra hvolf og frá hægra hvolfi dælist það í stofnæð lungna, en í stóru hringrás kemur blóð frá litlu hringrás að vinstri gátt og fer í vinstra hvolf og þaðan er því dælt í aðalslagæð líkamans, ósæðina. Blóðið fer eftir æðakerfi líkamans um slagæðar, slagæðlinga, háræðar, bláæðlinga og bláæðar. |