LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Gangráður og leiðslukerfi.

   

Hjarta:

Mynd 7. Gangráður hjartans og leiðslukerfi.

    Hjartað hefur sitt eigið leiðslukerfi og það slær sjálfstætt án beinnar ítaugunar. Leiðslukerfið byggir á gangráð eða gúlpshnút, nodus sinus atrialis, skiptahnút, nodus atrioventricularis (AV-hnút) og HIS-knippi. Þessar einingar eru gerðar úr sérhæfuðum hjartavöðvavef. Gangráður, nodus sinuatrialis, er smágerður vöðvamassi í afturvegg hægri gáttar. Vegna sjálfkrafa örvunarhefur þessi vöðvahnútur hlotið nafnið gangráður. Endar vöðvaþráða gangráðsins renna saman við venjulegan vöðva sem umlykur gáttirnar.

Boðspenna dreifist um gáttirnar og veldur það samdrætti. Vöðvaknippi ígáttum leiðir boðspennuna til AV-hnúts, neðarlega hægra megin ígáttaskilum. Þar hægir ofurlítið á boðflutningi til þess að gáttirnar geti náð fullum samdrætti áður en hvolfasamdráttur hefst.

Í hvert skipti sem hjartað slær leysist boðspenna úr læðingi. Með því að nota hjartarafrit má kanna daufar rafsveiflur sem fylgja hjartslættinum. Þessar rafsveiflur gefa tilkynna um hvort hjartað starfi eðlilega. Til þess að mæla spennuna eru rafskautshnöppum komið fyrir á ákveðnum stöðum á líkamanum.P þýðir umskautun í gáttum, Q, R og S eru umskautun í hvolfum og endurskautun í gáttum og T endurskautun í hvolfum.

Hjarta:

Mynd 8. Rafboð.

   Frá AV-hnút, nodus atrioventricularis, berst boðspennan til Purkinjeþráða sem eru sérhæfðirvöðvaþræðir. Purkinjeþræðirnir mynda HIS-knippið. Þeir eru stórgerðir ogleiða boðspennu sex sinnum hraðar en venjulegir þræðir hjartavöðvans.HIS-knippið skiptist í hægra og vinstra Purkinjeknippi og þræðir hvorsknippis liggja í hægra og vinstra hvolf rétt inn undir hjartaþelið. Hvortknippi kvíslast því næst í smærri greinar. Endaþræðirnir teygja sig vel innundir hjartaþelið og inn í þriðjung af þykkt vöðvaveggjar hjartans. Endar Purkinjeþráðanna renna saman við venjulegar vöðvafrumur hjartavöðvanssjálfs þannig að þegar boð berast í enda Purkinjeþráðanna dreifist boðspennan um hina venjulegu þræði hjartavöðvans.

Við samdrátt í hjartavöðvanum skarast aktín og mýósín, nákvæmlega eins og í beinagrindarvöðva. Frumur hjartavöðvans raðast þannig upp að þær skarast til endanna með þéttum frymistengjum, einhvers konar milliskotum á milli frumna. Frymistengin gera það að verkum að boðspennur berast auðveldlega á milli frumna. Ef einn vöðvaþráður örvast þá verður samdráttur í öllum hinum.

 

Upp síðuna. /LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 /til baka

Starfsemi hjarta.
Höfundar: Ásta Björk Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Jón Vignir Guðnason og Sigurjón Sveinsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/hjarta/hjarta5/leidslu.htm