Mynd 3. Innri gerð hjartans. Inn í hjartanu er að finna 4 hólf sem eru aðskiljanleg. Hægra megin í hjartanu er hægra hvolf (slegill) og hægri gátt og eins er þessu farið vinstra meginn. Athygli skal vakin á því að mönnum hættir til að rugla saman hægri og vinstri þegar talað er um hjartað, því þar snýr allt öfugt við manni. Hægri hluti hjartans (hægri gátt og hægra hvolf) tekur á móti súrefnissnauðu blóði frá líkamsvefjum og flytur til lungna, en vinstri hluti (vinstri gátt og vinstra hvolf) dæla súrefnisríku blóði til líkamans. |