Bris, pancreas.
Briskirtill er stór kirtill, sem liggur milli maga og
skeifugarnar í kviðarholi.
Brisið er bæði inn-og útkirtill. Stærsti hluti hans er opinn meltingarkirtill er
framleiðir margs konar ensím sem áhrif hafa á meltinguna. Í kirtlinum eru
einangraðir frumuhópar, Langerhanseyjar sem eru algerlega óháðar
opna hluta kirtilsins.
Í Langerhanseyjunum má greina þrenns konar frumuhópa:
- Alfa (A) frumur sem eru u.þ.b. 25 % eyjaklasans og mynda hormónið glúkagon
sem viðheldur háu sykurmagni í blóði með niðurbroti glýkógens.
Það örvar líka losun insúlíns.
- Beta (B) frumur sem eru u.þ.b. 60 % eyjaklasans og mynda hormónið insúlín
sem viðheldur lágu sykurmagni í blóði.
- Delta (D) frumur sem eru u.þ.b. 10 % eyjaklasans og mynda hormónið sómatóstatín
sem hindrar losun insúlíns og glúkósans og dregur úr frásogi næringarefna úr
meltingarfærum og hefur óbein áhrif á sykurjafnvægið.
Insúlín og glúkagon eiga einmitt mikilvægan þátt í temprun blóðsykursins.
|