![]() |
Sáðpíplur eru í eistanu og hlykkjast þar. Þær eru allmargar og langar.
Ef rétt væri úr öllum hlykkjunum yrðu hver pípla um 50 cm löng.
Sæðisfrumur verða til í sáðpíplunum. Frumurnar þroskast út við vegginn og eftir því sem þroskinn eykst nálgast þær miðju gangsins. Innst eru þær nánast fullþroska en þær taka síðan endanlegan þroska í eistalyppanu. |