Testosteron myndast í vef milli sáðpíplanna,
í svo nefndum millifrumum sem kallast leydigfrumur.
Á fósturskeiði sveinsbarna losnar um testosteronið, sem mótar líkamsgerð fóstursins.
En testosteronið fer ekki að virka alminnilega fyrr en um kynþroskaskeiðið. Það örvar vöxt, þroskar kynfæri, hár fara að vaxa og aðrar breytingar er fylgja kynþroska. Bólugrafnir unglingar, einkum piltar, bera hormónastorminum sem æðir um húðina vitni, þegar eistun ausa testosterioni út í blóð. Þess má líka geta að testosteron veldur að verulegu leyti kynhvötinni hjá karlmönnum. |