S Y K U R S Ý K I
 
Á aðalsíðu  Sykursýki er skipt í tvær aðaltegundir, insúlínháða sykursýki, og insúlínóháða sykursýki

Insúlínóháð sykursýki: 

Insúlínóháð sykursýki stafar af því að frumurnar í brisinu, Beta-frumurnar, framleiða insúlín, bara ekki nógu mikið. Vöðva- og fitufrumur geta aðeins að hluta til tekið upp sykur úr blóðinu, þ.e. þær veita vissa mótstöðu gegn því að nota það insúlín sem þær þurfa til verksins, það er kallað insúlínmótstaða. Við insúlínóháðri sykursýki nægir í sumum tilfellum að viðhalda réttri fæðu og af þungum einstaklingum er ráðlagt að létta sig til að halda blóðsykrinum eðlilegum. En í flestum tilfellum er sjúkdómurinn meðhöndlaður með töflum sem vinna að því að bæta verkun og styrk þess insúlíns sem framleitt er í líkama sjúklings, án þess að í þeim sé að finna auka insúlín.

Þessi tegund sykursýkis hefur einnig verið kölluð áunnin sykursýki, því fólk sem fær hana er oftast á miðjum aldri (ungt fólk fær hana að jafnaði ekki), og sykursýkin virðist stafa af því að Beta-frumurnar hætti hreinlega að "nenna" að framleiða insúlín, þó þær séu vel í stakk búnar til slíkrar framleiðslu þegar sjúkdómurinn greinist.

Í stuttu máli er ástand sjúklingsins að mestu leyti undir honum sjálfum komið, því hann þarf að hugsa vel um líkamann og fylgjast vel með blóðsykrinum, og oftast þurfa sjúklingar að umbylta mataræði sínu (breyta úr venjulegu fæði í fitusnauðar neysluafurðir).

 


Vefari: Jón Jökull Óskarsson

Höfundar: Linda Björk Sigmundsdóttir, Kristrún Sif Kristinsdóttir, Jón Jökull Óskarsson og Svanhildur Inga Ólafsdóttir