S Y K U R S Ý K I
 

Á aðalsíðu 

Mataræði sykursjúklinga 

Sykursjúkir þurfa ekki að vera á neinu sérstöku "sykursjúklinga"fæði, heldur fyrst og fremst að borða allan hollan mat. Sykursjúkir þurfa þó að halda sykurmagni í algjöru lágmarki, og einnig að halda ákveðnum kolvetnum í vissu magni. Eins og aðrir, þá þurfa sykursjúkir á næringunni úr matnum að halda, prótein er nauðsynlegt til að byggja upp nýjar frumur og viðhalda þeim gömlu. Fitan er nauðsynlegur orkugjafi en sykursjúkir verða að draga úr neyslu fitu, þá sérstaklega mettaðri fitu og nota þá frekar fjölómettaða fitu. Með því minnkar hættan á hjarta og æðasjúkdómum, sem eru algengir fylgikvillar sykursýki.

Fæði sykursjúkra er reiknað út frá kolvetnum (K) (1K=10g kolvetni). Læknir ákveður hversu mörg K einstaklingur þarf á hverjum degi, með hliðsjón af aldri, kyni, daglegri hreyfingu og þyngd. Mikilvægt er fyrir sykursjúka að borða reglulega og á sama tíma dags, þannig helst blóðsykurinn sem stöðugastur. Áfengi er varasamt fyrir sykursjúka því það minnkar tilfinningu fyrir einkennum blóðsykursfalls.

 


Vefari: Jón Jökull Óskarsson

Höfundar: Linda Björk Sigmundsdóttir, Kristrún Sif Kristinsdóttir, Jón Jökull Óskarsson og Svanhildur Inga Ólafsdóttir