S Y K U R S Ý K I
 

Á aðalsíðu 

Fylgisjúkdómar sykursýki

Fylgikvillar sykursýki stafa af hægfara skemmdum á æðum og taugum. Mörg ár geta liðið frá því að sjúklingur er greindur með sykursýki þar til fylgisjúkdómar hennar koma fram. Algengastir eru sjúkdómar í augum, taugum, nýrum og æðakerfi. 

Fótasár eru einnig með algengustu fylgisjúkdómum sykursýki, sjúkdómurinn getur leitt til lélegrar blóðrásar, skerts sársaukaskyns í fótum og æðakölkunnar, hugi sjúklingurinn ekki vel að fótum sínum. Rétt fótaumhirða felst meðal annars í því að sokkar og skór hindri ekki blóðrás, og séu ávalt hreinir, reglulegri syrtingu fóta og að gæta þess að ekki myndist líkþorn og þess konar húðbreytingar. Með réttri fótaumhirðu er hægt að fyrirbyggja fótasár, minnka hættu á sýkingum þeim tengdum og síðast en ekki síst, auka líkamlega og andlega vellíðan.

Við verðum að bæta því við þennan kafla, að ekki er algilt að sjúklingar með sykursýki fái þessa sjúkdóma, en samt er ómögulegt að sjá fyrir hver fær þá og hver ekki. Góð stjórnun á blóðsykri er besta leiðin við það að fyrirbyggja, eða draga úr fylgikvillum.


Vefari: Jón Jökull Óskarsson

Höfundar: Linda Björk Sigmundsdóttir, Kristrún Sif Kristinsdóttir, Jón Jökull Óskarsson og Svanhildur Inga Ólafsdóttir