S Y K U R S Ý K I
 

Á aðalsíðu 

Sykursýki og meðganga

Konur með sykursýki geta gengið í gegnum eðlilega meðgöngu og eignast heilbrigð börn. Þær þurfa samt sem áður að hafa ákveðin atriði í huga til að tryggja að meðgangan gangi eðlilega fyrir sig. Þegar sykur frá móður berst í gegnum fylgju til barns, hafa barnið og móðirin sama sykurmagn í blóði þannig að því meira sem blóðsykursstyrkurinn sveiflast frá því sem eðlilegt telst, því meiri hætta er á því að barnið skaddist á einhvern hátt. Aðal vandamálið er að þótt móðirnin geti þolað tímabundið of háan blóðsykur, þá getur það haft áhrif á eðlilegan þroska fóstursins. Mikilvægt er fyrir sykursjúkar konur sem hafa hug á því að eignast börn, að skipuleggja þungunina fyrirfram, sérstaklega fyrstu 7-8 vikurnar vegna þess að á því tímabili eru líffæri fóstursins að myndast. Kona sem er með insúlínóháða sykursýki og er á blóðsykurlækkandi töflum, þarf á insúlíni að halda meðan á meðgöngu stendur.


Vefari: Jón Jökull Óskarsson

Höfundar: Linda Björk Sigmundsdóttir, Kristrún Sif Kristinsdóttir, Jón Jökull Óskarsson og Svanhildur Inga Ólafsdóttir