Um er að ræða taugabólgu sem hefur í för með sér stingandi, brennandi eða nístandi verki sem eru aðallega á nóttunni. Svo er taugabólga sem er án verkja og er mun algengari. Þá er um að ræða minnkað eða breytt húðskyn, sjúklingurinn fær einkennilega tilfinningu í iljar við gang og finnst eins og hann gangi á bómull og er það þá titringaskyn sem minnkar og snertiskyn sem breytist. Þessi einkenni koma oftast fram í fótum, fótleggjum, einnig höndum og handleggjum. |