LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki. / Insúlínháð sykursýki.
Nýrnasjúkdómar.

Hjá sykursjúkum fylgjast augnskemmdir og nýrnaskemmdir að en það er þó alls ekki víst. Nýrnaskemmdum fylgir of hár blóðþrýstingur. Eðlilegur blóðþrýstingur er 140/90 og ætti ekki að mæla hann sjaldnar en tvisvar á ári. Við of háan blóðþrýsting eyðilegst æðakerfið, nýrun, fæturnir og augun í sykursjúkum og geta þeir einnig fengið sykursýkisnýru (diabetic nephropaty).

Hvert er hlutverk nýrnanna?

Nýrun hreinsa blóðið með því að sía og losa það við allskonar úrgangsefni. Í nýrunum eru háræðarhnoðrar eða gauklar sem sjá um síunina og fyrst sést þykknun á grunnhimnu háræðaveggjana. Þegar nýrnaskemmdir verða setjast útfellingar eggjahvítuefnin á æðaveggina og smám saman minnkar blóðstreymið um gauklana og þeir hætta að starfa. Gauklingarnir eru örsmáir og í hvoru nýra eru milljón slíkir. Nýrnaskemmdir leiða til dauða eftir 7-10 ár ef ekkert er gert við þeim.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir og Hjördís Rut Albertsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon18/nyrna.htm