LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Sykursýki, insúlínháð.

Insúlínháð sykursýki getur byrjað á öllum aldri og einnig hjá litlum börnum þó einkum byrji hún hjá ungu fólki. Við insúlínskort hækkar blóðsykur og þrúgusykur fer jafnvel að skiljast út með þvagi.

Sjúklingar með Insúlínháða sykursýki eru háðir insúlínsprautum ævilangt en þær eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir fylgikvilla sjúkdómsins.

Hver eru einkennin?

Þreyta, þorsti, tíð þvaglát, magaverkir og ógleði, lystaleysi og þyngdartap, kláði umhverfis kynfæri og aukin hætta á sýkingum í húð, munni eða leggöngum.

Hvað er til ráða?

  • Viðkomandi verður að hafa sjúkdóminn hugfastann og læra að fylgjast með einkennum hækkaðs og lækkaðs blóðsykurs.
  • Læra að mæla blóðsykur og gera það reglulega.
  • Læra að sprauta sig því það þarf að gera ævilangt daglega.
  • Hafa alltaf á sér sykur til að bregðast við ef blóðsykur skildi falla.
  • Fara reglulega til læknis til að fylgjast sérstaklega vel með augum, fótum og nýrnastarfseminni.
  • Fara til læknis ef annar sjúkdómur krælir á sér.

Hugsanlegir fylgikvillar:


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir og Hjördís Rut Albertsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon18/had.htm