LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Testosterón.
 
5. Hver eru áhrifin á heilsuna?

Dauði í versta tilfelli. Dæmi um áhrif af notkun stera er skjálfti, aukin bólumyndun, aukin hárvöxtur, hár blóðþrýstingur, gula og lifrabólga. Einnig eykst hættan á smiti alnæmis hjá fólki sem sprautar sig.

    Aðrar aukaverkanir:

  • Hjá körlum er að eistu minnka, það dregur úr sæðisframleiðslu, getuleysi, skalli, stækkun brjósta , erfiðleiki eða sársauki að losa þvag……
  • Hjá konum er aukin hárvöxtur í andliti, minnkun brjósta, dýpri rödd, stöðvun á egglosi.
  • Hjá unglingum…..
Einnig hefur komið fram í rannsóknum að steranotkun getur valdið miklum geðsveiflum sem veldur mikilli reiði og aukinni ofbeldishneigð. Notendur geta orðið þunglyndir eftir að þeir eru hættir að taka sterana. Afbrýðissemi eykst til muna, feikilegt bráðlyndi.


Hormónavefurinn. Testosterón.
Höfundar: Elísa Björk Jónsdóttir, Margrét Ósk Ingjaldsdóttir og
Sigrún Dögg Þórðardóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon19/hver.htm