Árið 1994 voru 1,084,000 Ameríkanar, eða 0,5% af fullorðnum landsmönnum sem sögðust hafa notað anabólíska stera samkvæmt Substance Abuse and Mental Health Services Administration´s National Household Survey on Drug Abuse. Á aldrinum 18-34 ára höfðu um 1% notað stera en hópurinn 35 ára og eldri lækkaði talan niður í 0,2%. Fleiri karlar en konur höfðu notað stera eða 0,9% af karlmönnum og 0,2% af konum sögðust hafa notað stera. NIDA´s Monitory the Furure stydy hefur rakið ferill þeirra nemenda sem hafa notað anabólíska stera í gagnfræðiskóla og menntaskóla í Bandaríkjunum síðan 1989. Frá 1989-1996 hefur notendum fjölgað stigi af stigi í áttunda, tíunda og tólfta bekk sem hafa notað stera eða þeim sem hafa notað þá síðastliðið ár. Árið 1996 höfðu 1,8% til 2,4% af þessum nemendum notað stera og 0,9% til 1,5% höfðu notað þá árið áður.
|