Testosterón er mikilvægasta nátturulega hormónið. Myndað í eistum (Leydig frumur), eggjastokkum og nýrnahettum bæði í konum og körlum. Testosterón er myndað úr kólesteróli. Milliefni í myndun: dehydroepiandrosterone og androstenedione sem losna frá kynkirtlum og nýrnahettum og er breytt í testesterón í lifur. Testosterón er breytt í dihydrotestosterón í flestum markfrumum. Óbreytt testosterón stjórnar þó þroskun kynfæra í karlkynsfóstrum og LH myndun í heiladingli. Testosterón og dihydrotestosterón bindast viðtökum í kjarna markfrumu líkt og aðrir sterar.
|