LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Testosterón.
 
Testosterón.

Testosterón er mikilvægasta nátturulega hormónið. Myndað í eistum (Leydig frumur), eggjastokkum og nýrnahettum bæði í konum og körlum. Testosterón er myndað úr kólesteróli. Milliefni í myndun: dehydroepiandrosterone og androstenedione sem losna frá kynkirtlum og nýrnahettum og er breytt í testesterón í lifur. Testosterón er breytt í dihydrotestosterón í flestum markfrumum. Óbreytt testosterón stjórnar þó þroskun kynfæra í karlkynsfóstrum og LH myndun í heiladingli. Testosterón og dihydrotestosterón bindast viðtökum í kjarna markfrumu líkt og aðrir sterar.


Hormónavefurinn. Testosterón.
Höfundar: Elísa Björk Jónsdóttir, Margrét Ósk Ingjaldsdóttir og
Sigrún Dögg Þórðardóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon19/testo.htm