Til baka
Adrenalín og noradrenalín
Adrenalín er allt að 80% af allri vakalosun í mergnum en noradrenalín um 20% af vakalosuninni.  Seyting hormónanna tveggja er ekki stöðug heldur fer fram eftir þörfum þar sem aðalhlutverk hormónanna er að búa líkamann undir átök, erfiðar aðstæður (reiði, ótti) eða á hættustundu. Bæði adrenalín og noreadrenalín eru flokkuð sem skammtímastreituhormón á meðan hormónið kortisól sem framleitt er í nýrnahettuberki er langtímastreituhormón. En eins og áður sagði er aðalhlutverk hormónanna að búa líkamann undir átök. En það gerist við virkjun sléttra vöðvafruma í æð, í hjartavöðva og í lungnapípu.


Áhrif hormónanna á líkamann


 
Þau örva hjartslátt, örva öndun  og opna öndunarveg. Það má nefna hér að adrenalín og skyld lyf eru gefin við nefstíflum og astma.  Hormónin tvö auka einnig blóðrennsli til rákóttra vöðva, hjarta og heila. En þá dragast æðar húðar og nýrna saman en það undirbýr blóðmissi. Á sama tíma þenjast æðar til heila vöðva út. Líkaminn beinir blóði til lífsnauðsylegra líffæra þegar kreppir að, þ.e.a.s. forgangsraðar hvert hann ver blóði sínu, metur hvar sé mest þörf. Einnig auka hormónin tvö sykur og fitustyrk í blóði og auka bruna í rákóttum vöðvum. Þar sem bæði adrenalín og noradrenalín leiða til æðasamdráttar hækka þau blóðþrýsting, noradrenalín þó talsvert meira en adrenalín. Adrenalín slakar á slétta vöðvanum í lungunum og í húðinni hefur það áhrif á samdrátt sléttra vöðvafruma sem hefur í för með sér að hárin á líkamanum rísa. Með öðrum orðum: við fáum gæsahúð.  Bæði hormónin kalla fram skammvinna aukingu á efnaskiptum og þar sem áhrif kulda auka hormónaseytingu frá nýrnahettumerg, taka hormónin tvö þátt í varmastilli ásamt thyreoideahormónunum thyroxin og triiodthyronin. Eitt er það hlutverk sem adrenalín deilir ekki með noradrenalíni en það er getan til að kalla fram myndun blóðsykurs í lifur. 



Höfundar efnis og vefarar: Hildur Gestsdóttir og Hólmfríður Ásta Pálsdóttir
Verkefni í líffæra-og lífeðlisfræði mannsins, LOL 103, Fjölbrautaskóla Suðurlands
Síðast uppfært: október 2000