er mikilvægasta efnið í hópi saltstera og er framleitt í ytra lagi nýrnahettubarkar (zona glomerulosa). Aldósterón hefur áhirf á frumur sogþekjuvefs nýrnapípla og örvar enduruppsog Na+ jóna (natríum). Vegna rafkrafta flæðir CI- (kóríð) á eftir Na+ og H2O osmósar á eftir til að jafna út styrknum sem Na+ enduruppsog veldur. Þannig viðheldur aldósterón natríum magni í blóði og sér til þess að það skiljist ekki allt út með þvagi, og með Na+ enduruppsogi heldur aldósterón vatni í líkamanum. Ef enduruppsog Na+ er of mikið, en það getur stafað af of mikilli saltneyslu, verður vökvasöfnun í millifrumurými sem veldur bjúg. Þetta er sýnt á myndinni: |