Til baka
Aldósterón ~ aldosterone


er mikilvægasta efnið í hópi saltstera og er framleitt í ytra lagi nýrnahettubarkar (zona glomerulosa). Aldósterón hefur áhirf á frumur sogþekjuvefs nýrnapípla og örvar enduruppsog Na+ jóna (natríum). Vegna rafkrafta flæðir CI- (kóríð) á eftir Na+ og H2O osmósar á eftir til að jafna út styrknum sem Na+ enduruppsog veldur. Þannig viðheldur aldósterón natríum magni í blóði og sér til þess að það skiljist ekki allt út með þvagi, og með Na+ enduruppsogi heldur aldósterón vatni í líkamanum. Ef enduruppsog Na+ er of mikið, en það getur stafað af of mikilli saltneyslu, verður vökvasöfnun í millifrumurými sem veldur bjúg.   Þetta er sýnt á myndinni:

Losun aldósteróns er háð breytingum á blóðþrýstingi. Þegar blóðþrýstingur lækkar losar undirstúka losunarþráð (CRH) sem örvar heiladingulinn til að seyta ACTH  (stýrihormón nýrnahettubarkar) en það örvar losun aldósteróns (sbr. kortisól). Þá eykst enduruppsog Na+ en vatn er enduruppsogað samfara natríum, þannig að magn og þrýstingur blóðsins eykst. Lágþrýstingur veldur losun reníns frá nýrum. Renín stöðvar myndun efnahópa í blóði sem nefnast angíótensín en eitt af angíótensínunum örvar nýrnahettubörk til að losa aldósterón. Með því móti hjálpa nýrnahetturnar til við að halda blóðþrýstingi stöðugum.

Aldósterón.

 



Höfundar efnis og vefarar: Hildur Gestsdóttir og Hólmfríður Ásta Pálsdóttir
Verkefni í líffæra-og lífeðlisfræði mannsins, LOL 103, Fjölbrautaskóla Suðurlands
Síðast uppfært: október 2000