Nýrnahettumergur ~ medulla suprenalis Nýrnahettumergurinn er í miðju sitthvorrar nýrnahettunnar. Þrátt fyrir nálægð kirtlanna tveggja, nýrnahettubarkar og nýrnahettumergs, þróast fósturvefir hvors kirtils í aðskilda kirtilhluta. Nýrnahettumergur vex út frá taugavef fósturs. Seyting nýrnahettumergs er háð taugastjórnun semjuhluta dultaugakerfis. Mergurinn er bráðakirtill líkamans þar sem hann fær menn til að bregðast við ógnum og hættu. Andstætt nýrnahettuberki er nýrnahettumergur ekki lífsnauðsynlegur. Mergurinnn myndar tvö hormón; adrenalín og noradrenalín. Bæði þessi hormón eru umbreyttar amínósýrur. |