Nýrnahettubörkur ~ cortex suprarenalis er ytra borð nýrnahettunnar, gerður úr þekjuvef. Í nýrnahettuberki eru þrjú lög; ytra lag (zona glomerulosa), miðlag (zona fasciculata) og innra lag (zona reticularis). Í nýrnahettuberkinum myndast yfir þrjátíu hópar stera sem allir eru kólesteról að byggingu og eru kallaðir barksterar. Aðeins þrír hópar af þessum þrjátíu fara út í blóðrásina og taka því þátt í stjórnun líkamans, en þessir hópar eru: 1) Sykursterar (glucocorticoids): gegna veigamiklu hlutverki í sykurefnaskiptum, m.a. að stuðla að umbreytingu kolvetna í forðanæringarefnið glykogen í lifrinni. Undir álagi losar líkaminn þennan hóp hormóna. Mikilvægast þessara hormóna er kortisól. |