Til baka
Kortisól ~ hydrocortisone
 
er mikilvægasta hormónið í hópi sykurstera. Það er framleitt í miðjulagi nýnahettubarkar (zona fasciulata) undir áhrifum frá ACTH sem er stýrihormón nýrnahettubarkarog kemur frá framhluta heiladinguls. Myndun ACTH er hins vegar undir áhrifum frá hormóninu CRH sem er leysihormón og er myndað í undirstúku og flyst til heiladinguls með portæðakerfi sem er á milli undirstúku og heiladinguls.  Þetta er sýnt á myndinni:

 Kortisól gegnir margvíslegum hlutverkum og hefur fjölbreytileg áhrif. Kortisól tekur stóran þátt í viðbrögðum líkamans gegn streitu. Þegar við erum á fleygiferð í önnum dagsins, heldur kortisól blóðsykri í jafnvægi með því að stöðva útgönguleið glúkósa inn í alla vefi líkamans nema vefi heila og mænu, á meðan það samtímis eykur niðurbrot próteina í vöðvum og öðrum líffærum og flýtir fyrir ummyndun nýrra amínósýra í glúkósa, í staðinn fyrir þær sem hefur verið eytt af heiladinglinum ( en hann temprar myndun barkstera). Sykursterar eru mikilvægir fyrir mörg efnahvörf í líkamanum, þ.e. þeir verða að vera til staðar til að efnahvörfin eigi sér stað en þeir taka ekki þátt í þeim. Sykursterar eiga stóran þátt í kolvetnaefnaskiptum líkamans, en þeir framleiða glúkósa eða fitusýrur (staðgengla glúkósa) fyrir orkuforða líkamans, á kostnað próteina og fitu => kortisól örvar kolvetnamyndun úr fitu og próteini. Kortisól vinnur vel gegn bólgum en það nýta læknar sér við meðhöndlun sjúklinga með alvarlegaar bólgur (ummyndun vefja í bandvef, einkum í æða og taugaveg.) Ef bólgan er hins vegar af völdum bakteríu eða veiru, gera sterarnir meira illt heldur en gott því þeir flýta fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Að lokum, sykursterar í stórum skömmtum skaða starfssemi ónæmiskerfisins með því að bæla niður myndun mótefna gegn skaðvænlegum sjúkdómum og langtíma notkun sykurstera getur leitt til Cushing-sjúkdóms (Cushing's syndrome).

Kortisól.
 



Höfundar efnis og vefarar: Hildur Gestsdóttir og Hólmfríður Ásta Pálsdóttir
Verkefni í líffæra-og lífeðlisfræði mannsins, LOL 103, Fjölbrautaskóla Suðurlands
Síðast uppfært: október 2000