Áhrif karl- og kvenhormóna og relaxíns.
Áhrif karl- og kvenhormóna og relaxíns eru mjög mismunandi.
Vöxtur beina og vöðva í báðum kynjum eftir kynþroska örvast af karlhormónum,
en í líkama konunnar mótast vöxturinn af kvenhormónum, mjaðmirnar breikka til dæmis
fremur en axlirnar.
Þriðja mikilvægt hormón í líkama konunnar er relaxín sem losar um tengsl milli
beina í mjaðmagrind þegar líður á meðgöngutíma og býr líkamann á annan hátt undir fæðingu.
Magn kynhormóna í líkama konu nær hámarki síðar á ævinni en í líkama karls,
en minnkar eftir það örar enda eru konur ekki eins lengi frjóar og karlmenn.
|