LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna. / Sjúkdómar í eggjastokkum.
Krabbamein í eggjastokkum.

Krabbamein í eggjastokkum er tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur en er þó fjórða algengasta dánarorsök kvenna vegna þess hve erfitt er að greina það í byrjun. Einkennin eru svo smávægileg og nær engin fyrr en sjúkdómurinn hefur breiðst út, aðeins: vægir magaverkir, vindverkir og/eða verkir neðst í kviðarholi. Vökvi safnast stundum í kviðarholi og eggjastokkarnir bólgna jafnan. Konur sem komnar eru yfir fimmtugt eru í sérstökum áhættuhóp um að fá þennan sjúkdóm.


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/krabbi.htm