Frumkynkirtlarnir eru gerðir af tveimur lögum, berki hið ytra og merg þar inn af. Í fóstri sveinbarns rýrnar börkurinn á öðrum fósturmánuði og mergurinn verður að eista. Hið gagnstæða gerist í fóstri meybarns. Þar rýrnar mergurinn og börkurinn verður að eggjastokk. Þetta er það sem kallað er fyrsta stigs kyneinkenni. Allar eggmóðurfrumur í eggjastokkum stúlkubarns eru komnar fram snemma á fósturskeiði og hefja þá fyrri meiósuskiptinguna sem staðnar svo í metafasa. Í eggjastokkum á nýfæddu meybarni eru um tvær milljónir þessara eggvísa. Þeim fækkar ört og við kynþroska eru eru aðeins um 400 þús. eftir. |