LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna.
Eggjastokkar.

eggjastokkar:

Kynkirtlar kvenna eru tveir talsins og kallast eggjastokkar. Þetta eru það sem kallað er opnir kirtlar" sem segir að þeir láta frá sér kynfrumur þ.e. eggfrumur. Þeir eru aflangir, möndlulaga u.þ.b. 2,5-4,5 cm langir og 0,5-1,0 cm þykkir og staðsettir neðarlega í kviðarholi, í grindarholinu. Eggjastokkarnir liggja hvor sínu megin við legið, og tengjast efsta hluta þess með grönnum sveigjanlegum pípum sem kallast eggjaleiðarar. Eggjaleiðararnir eru u.þ.b. 9 cm langir, þaktir bifhárum að innan og sjá um að flytja egg frá eggjastokkum til legs. Á enda eggjaleiðaranna er trekt sem opnast út í grindarhol nærri eggjastokk.
Sjá nánar um:
Frá því kona verður kynþroska, venjulega milli 10-16 ára aldurs, losnar mánaðarlega eitt egg (sjaldan fleiri) úr öðrum hvorum eggjastokk hennar, fram undir eða fram eftir fimmtugt. Á meðgöngutíma og nokkra hríð eftir fæðingu verður hlé á egglosi. Allt þetta fer eftir sérstakri skipulagningu hormóna sem koma þessu öllu saman af stað.


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/stokkar.htm