Ef þungun verður ekki fellur magn estrógens og prógesteróns svo gulbúið rýrnar og þar sem prógesterónið er á þessu stigi nauðsynlegt til að viðhalda slímhimnunni í leginu hrörnar hún að lokum og losnar frá og blæðingar byrja. Í tíðablóði eru rauð blóðkorn, frumur úr legslímu, slím úr leghálsi, leggangafrumur og hvatar. Þar af leiðandi verður nýr tíðahringur. Ef þungun verður vex á mótum fósturs og legs þykkildi, þ.e. fylgjan og legkakan úr vefjum beggja. Sá hluti fylgjunnar sem myndaður er úr vefjum móðurinnar sem gefur frá sér hormón sem kemur í veg fyrir að gulbúið hrörni og örvar það til aukinnar framleiðslu á prógesteróni, sem heldur við þroskaðri slímhimnu í leginu og kemur með því í veg fyrir tíðir.
Egglos og tíðir. Vinstri hluti myndar: Ekki frjóvgun. Hægri hluti myndar: Frjóvgun hefur orðið.
|