Tíðahringurinn.
Tíðahringurinn er ekkert annað en flæði ýmissa hormóna sem
renna um blóðrásina sem annað hvort
hvetur eða letur hinar og þessar athafnir.
Það sem gerist er þetta:
-
Undirstúka, sem er sérstakt svæði neðan á heila seytir leysihormónum kynstýrihormóna
(LKS) sem berast niður í heiladingul.
- Heiladingull hefur hormónaflæðið og leysir kynstýrihormónin
gulbússtýrihormón (GSH) og eggbússtýrihormón
(ESH) sem er í miklum meirihluta miðað við GSH.
Þetta hormónaflæði veldur þroska eggbúa í eggjastokkum og alls
tíðahringsins.
- Í upphafi örvar ESH eggbúin í eggjastokkunum til þess að mynda estrógen.
- Hækkandi magn estrógens í blóði hefur hamlandi áhrif á undirstúku og
heiladingul sem veldur því að minna ESH losnar.
- Þá eru eggbúin tilbúin og springa út og færast niður í kviðarhol.
Á leið sinni þangað getur sæðisfuma frjóvgað eggið.
Sjá nánar um:
|