LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna.
Tíðahringurinn.

Tíðahringurinn er ekkert annað en flæði ýmissa hormóna sem renna um blóðrásina sem annað hvort hvetur eða letur hinar og þessar athafnir. Það sem gerist er þetta:

  1. Undirstúka, sem er sérstakt svæði neðan á heila seytir leysihormónum kynstýrihormóna (LKS) sem berast niður í heiladingul.
  2. Heiladingull hefur hormónaflæðið og leysir kynstýrihormónin gulbússtýrihormón (GSH) og eggbússtýrihormón (ESH) sem er í miklum meirihluta miðað við GSH. Þetta hormónaflæði veldur þroska eggbúa í eggjastokkum og alls tíðahringsins.
  3. Í upphafi örvar ESH eggbúin í eggjastokkunum til þess að mynda estrógen.
  4. Hækkandi magn estrógens í blóði hefur hamlandi áhrif á undirstúku og heiladingul sem veldur því að minna ESH losnar.
  5. Þá eru eggbúin tilbúin og springa út og færast niður í kviðarhol. Á leið sinni þangað getur sæðisfuma frjóvgað eggið.
Sjá nánar um:


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/hringur.htm