Hormón beta frumna:

Insúlín

Betafrumur hafa það hlutverk að framleiða insúlín, sem hefur áhrif á lækkun blóðsykurs.

Þegar maðurinn neytir of mikils sykurs örvar sykurinn betafrumur til að framleiða insúlín.  Það fer út í blóð og hvetur frumur víðsvegar í líkamanum (aðallega vöðva- og fitufrumur) til að taka upp sykur (glúkósa). Frumurnar fara að hamast við að brenna sykri og hætta því að brenna fitu sem safnast aftur á móti í fituvefi.  Lifrin fer einnig á fullt við að taka upp glúkósa (sykrur) úr blóði og breyta því í glýkogen, sem hún geymir. Eins fara rákóttarvöðvafrumur að taka upp mikinn sykur og breyta honum í glýkogen, líkt og lifrin, en í stað þess að geyma sykurinn, notar vöðvinn glýkogen til eigin nota en sendir hann ekki út í blóð þegar skortur verður á sykri, líkt og lifrin gerir.

Án insúlíns brenna frumur mannslíkamans ekki sykri nema:

  • Frumur í sogæðakerfi garna; sem þurfa að hleypa sykri óhindrað í gegn um sig til að hann geti borist með lifrarportæð til lifrar.
  • Frumur í nýrum ( nýrnapíplum); hleypa sykri líka óhindrað í gegn um sig en umfram sykrinum pissar mannveran.
  • Frumur í heilanum eru líka óháðar insúlíni varðandi sykurupptöku.

Til baka á aðalsíðu Langerhans eyja



Hormónavefurinn:  Langerhanseyjar
Höfundar og vefarar: Anton Örn Karlsson og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir