Til baka á Hormónavefinn
 

Langerhans eyjar

Ef að við ímyndum okkar að við skyggnumst inn í mannslíkamann þá myndum við rekast á stóran aflangan kirtil við afturvegg magans, í kviðarholinu nánar til tekið. Þessi aflangi kirtill kallast bris og er heimili gríðarlegs fjölda af litlum “eyjaklösum” sem kallast Langerhans-eyjar.


Frumurnar eru nefndar eftir þjóðverjanum Paul Langerhans sem lýsti þeim fyrst árið 1869. Lengi vel var ekki vitað hver virkni eyjanna var en seinna meir komust vísindamenn að þær gengdu mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu.


Venjulega er talið að í hverjum einstaklingi séu um 1.000.000 eyja. Eyjaklasarnir samanstanda af fjórum mismunandi frumutegundum:alfa,beta, og delta, sem framleiða allar mikilvæg hormón en virkni fjórðu tegundarinnar, C-fruma, er óljós. U.þ.b. 70% af öllum eyjunum eru beta frummur.


Það má segja svo að öll hormónin sem framleidd eru í Langerhans eyjum reyna á einn eða annan hátt að hafa áhrif á og stjórna flæði næringarefna um blóðrásina. Þau einbeita sér að losun og upptöku efna s.s. glúkósa, amínósýra og fitusýra. Somatostatin og glúkagon seyta hvort öðru, auk þess sem þau virðast bæði hafa áhrif á insúlín losun beta frumna.
 

1.Þind
2.Lifur
3.Gallblaðra
4.Ristill
5.Bris
6.Miltað

Heimildaskrá



Hormónavefurinn:  Langerhanseyjar
Höfundar og vefarar: Anton Örn Karlsson og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir