GALLBLAÐRA 
Vesica fellea
    Gallblaðran er perulaga líffæri, u.þ.b. 10 - 12 cm langt, sem liggur áföst við en jafnframt undir lifrinni. 
Gallblaðran tekur við og geymir gall sem myndast í lifur en lifrin framleiðir u.þ.b. 800-1000 ml af galli á dag. Það er búið til úr úrgagnsefnum en hefur samt mikilvægu hlutverki að gegna í meltingunni. Gallið dregur úr sýruáhrifum magans og stuðlar að meltingu fitu. Í veggjum gallblöðrunar er sogþekjuvefur sem  dregur vatn út úr gallinu og þjappar því verulega saman. Gallblaðran tengist skeifugörn um gallrás. 
 
Staðsetning gallblöðrunnar við lifur

Tæmingu gallblöðrunar er sjórnað af hormóni sem myndast í kirtilfumum skeifugarnar. Hún losar gallið í  skeifugörnina og hefur þannig áhrif á fitusundrun. Í gallinu eru meðal annars gallsölt, steraefni sem leysa  fitu upp í smásæja dropa þegar þeir blandast vatni. 

Gallsteinar eru algengur sjúkdómur. Hann er tíðari í komum en körlum (4:1) og fer vaxandi með aldrinum.  Gallsteinar byrja að myndast sem smá saltögn í gallblöðru. Hún hleður svo smám saman utan á sig  kólesteróli. Ekki er ljóst hvað veldur myndun gallsteina en þekkt eru tengsl milli einstaklinga sem greinast  með gallsteina og hárrar blóðfitu. Þegar gallsteinar lenda í gallgangi geta þeir valdið sárum kviðverkjum og  alvarlegum meltingartruflunum. 


Meltingafæraverkefni í LOL 203
Anna Kristín Óladóttir & Jóna Katrín Guðnadóttir

[ Til baka á aðalsíðu ] 
 [ Meltingarvefur ]