Gallblaðran tekur við og geymir gall sem myndast í lifur en lifrin framleiðir u.þ.b. 800-1000 ml af galli á dag. Það er búið til úr úrgagnsefnum en hefur samt mikilvægu hlutverki að gegna í meltingunni. Gallið dregur úr sýruáhrifum magans og stuðlar að meltingu fitu. Í veggjum gallblöðrunar er sogþekjuvefur sem dregur vatn út úr gallinu og þjappar því verulega saman. Gallblaðran tengist skeifugörn um gallrás. Tæmingu gallblöðrunar er sjórnað af hormóni sem myndast í kirtilfumum skeifugarnar. Hún losar gallið í skeifugörnina og hefur þannig áhrif á fitusundrun. Í gallinu eru meðal annars gallsölt, steraefni sem leysa fitu upp í smásæja dropa þegar þeir blandast vatni. Gallsteinar eru algengur sjúkdómur. Hann er tíðari
í komum en körlum (4:1) og fer vaxandi með aldrinum.
Gallsteinar byrja að myndast sem smá saltögn í gallblöðru.
Hún hleður svo smám saman utan á sig kólesteróli.
Ekki er ljóst hvað veldur myndun gallsteina en þekkt eru
tengsl milli einstaklinga sem greinast með gallsteina og hárrar
blóðfitu. Þegar gallsteinar lenda í gallgangi geta
þeir valdið sárum kviðverkjum og alvarlegum
meltingartruflunum.
Meltingafæraverkefni í LOL 203 Anna Kristín Óladóttir & Jóna Katrín Guðnadóttir |