Hlutverk lifrar 

     Hlutverk lifrarinnar eru ótalmörg og mismunandi eftir því hvað þau eru mörg. Ein lifrarfruma getur gegnt um 500 mismunandi hlutverkum í efnabúskapnum og má það teljast mjög mikið. Ekki ætlum við að fara telja þau öll upp hér heldur stikla á stóru og nefna þau helstu. 
 

  •      Frásogaður glúkósi úr þörmum berst til lifrar. Lifrin viðheldur blóðsykursstyrk ásamt hormónum, m.a. með því að umbreyta glúkósa í forðasykruna glykógen. Ef glykogengeymslur lifrarinnar eru fullar er glúkósa breytt í glýseról og fitusýrur sem geymast í formi fitu í fitufrumum. Ef enginn glúkósi ert til staðar í líkamanum er fitunni sundrað í glýseról og fitusýrur sem er svo breytt í glúkósa í lifur og þaðan fer það til frumna.
  •      Að máltíð lokinni verður sykurstyrkur blóðs umfram eðlilegt magn. Þegar sykurinnihald blóðs minnkar milli mála skilar lifrin sykrinum aftur í blóðið. Fjölsykrubirgðir lifrar eru nægilega miklar til að viðhalda réttu sykurinnihaldi blóðs í nokkrar klst.. Þegar lifrin veður uppiskroppa breytir hún amínósýrum og fitusýrum í einsykrur. 
  •       Lifur myndar gall við niðurbrot á blóðrauðahluta óstarfhæfra rauðfrumna og kólesteróli. Magnið eru um 800-1000 ml á dag. Gallið er  forsenda eðlilegrar fitumeltingar. Fitan er ekki vatnsleysanleg  en gallsölt, steraefni í galli, verka á blöndu  fitu og vatns líkt og sápa. Þau sundra fitunni í smádropa sem blandast síðan vatninu. Með gallinu losar  líkaminn sig við úrgangsefni. Galllitarefnið verður til við sundrun á blóðrauða og kallast það bilirubin. 
  •      Lifur nýmyndar mörg prótein, meðal annars flest próteinefni blóðvökvans til dæmis albúmín. 
  •      Lifur sundrar blóðpróteinum. Þegar blóðpróteinum er sundrað í blóðvökvanum eru amínósýrurnar  ýmist notaðar til byggingar annarra próteina eða þeim er sundrað sem orkugjafa í efnaskipti öndunnar. 
  •      Við niðurbrot umframamínósýra í lifur er amínóhópurinn numinn burt með amínósviptingu. Amínósýruhópurinn NH2  losnar frá sem ammnóníak NH3, sem er afar eitrað efni. Úr ammóníaki myndar  lifur spendýrs kolefnissamband, svokallað þvagefni, CO(NH2)2. Það er óskaðlegt líkamanum og berst til nýrna sem skila því frá sér út með þvagi. Á svipaðan hátt verður þvagsýran til við niðurbrot kjarnsýra.
  •      Lifrin hreinsar ýmis efnasambönd úr blóði og  gerir þau óvirk, t.d. hormón sem eru búin að gegna hlutverki sínu. 
  •      Lifrin hreinsar efni sem eru líkamanum framandi, þ.á.m. ýmis eiturefni. Etanól (vínandi) brennur aðeins í lifrinni. Innan á veggjum  stokkháræðanna í lifrinni eru Kupfferfrumur sem gleypa gerla og ýmsar aðrar framandi örður úr blóðinu. Ef magn skaðlegra efna verður mikið í lifur getur það valdið henni skaða og orsakað t.d. gulu.
  •      Lifrin er forðabúr fituleysanlegra vítamína, þ.e. A-, D-, E- og K- vítamína.  Einnig geymir hún glykogen, járn og kopar.
  •       Lifrin notar amínósýrur (byggingarefni próteina) til að búa til plasmapróten, en rauð blóðkorn nota þær til að mynda blóðrauða
  •    Lifur skilur út gallrauða og fleiri litarefni sem eru niðurbrotsefni blóðrauða. Litarefnin fara í garnir sem hluti af gallinu og eru losuð í hægðum
  •    Lifrin myndar mikinn hita í líkamanum. Það stafar af því að hún brennir næringarefnum og öðrum efnum við efnaskipti og við það myndast mikill varmi sem hitar líkamann.

Meltingafæraverkefni í LOL 203
Anna Kristín Óladóttir & Jóna Katrín Guðnadóttir

 [ Til baka á aðalsíðu ]
 [ Meltingarvefur ]