Lifrarportæð
Vena portae

     Portæðakerfið: Yfirleitt rennur blóðið frá slagæðum til háræða og síðan til bláæða sem beina því til hjartans. Nokkrar bláæðar eru undantekning frá reglunni og nefnast portæðar. Portæðakerfi lifrarinnar er eitt af þessum bláæðakerfum. Það flytur blóð frá meltingarfærum til lifrar. Með hengisslagæðum berst blóðið  til garna og fer þaðan inn í háræðakerfi garnaveggjana. Þar er næring frásoguð inn í þesar háræðar og fer þaðan í efri hengisbláæð. Hengisbláæð tæmir sig í lifrarportæðar en hún tekur einnig við blóði frá neðri hluta garna og milta. Eftir lifrarportæðinni fer blóðið til lifrar þar sem það lendir í flóknu stokkæðakerfi. Þegar blóðið rennur jafnt og þétt  um stokkæðarnar taka lifrarfrumurnar til sín næringarefni sem eru umfram þarfir. Að lokum safnast blóðið frá stokkæðunum saman í lifrarbláæðum. Þær liggja frá lifur og sameinast neðri holæð. 


Meltingafæraverkefni í LOL 203
Anna Kristín Óladóttir & Jóna Katrín Guðnadóttir

[ Til baka á aðalsíðu ]
 [ Meltingarvefur ]