Lifrarsjúkdómar 
 

Bráð lifrarbólga (afbrigði A)  

     Bráð lifrarbólga af A afbrigði orskast af sýkingu af lifrarbólguveiru A. Sýkingin breiðist frá manni til manns þegar matur eða drykkur mengast af skólpi. 
     Veikindin minna á inflúensu, hækkaður hiti, beinverkir og slappleiki. Einnig getur verið ógleði, lystarleysi og eymsli ofarlega í kviðarholi. Eftir nokkra daga minnka þessi einkenni og fer þá að bera á gulu vegna þess að lifrin getur ekki fjarlægt bílirúbín úr blóðinu v. bólgnunnar. Eftir tvær eða þrjár vikur fer gulan minnkandi og sömuleiðis önnur einkenni en fullri heilsu er ekki náð fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. 
      Nánast allir ná fulum bata en það getur tekið vikur eða mánuði og sjúkdómurinn getur tekið sig upp fyrsta árið. 
 

Bráð lifrarbólga (afbrigði B) 
 
      Þessi veirusýking veldur svipuðumeinkennum og A afbrigðið (sem fjallað er um hér að framan). Hins vegar smitast hún ekki jafn auðveldlega og veldur alvarlegri sýkingu. Lifrarbólgu B veiran smitast oft með sýktu blóði. Þannig getur sýkingin oft breiðst út með illa sótthreinsuðum nálum ef þær eru notaðar við tattóveringu, lyfjagjafir eða akúpunktúr. Auk þessa bera sumir veiruna í sér án þess að veikjast. Ef slíkir einstaklingar eru blóðgjafar geta blóðþegarnir smitast. Á Íslandi er blóð allra blóðgjafa rannskað til að thhuga hvort þeir beri í sér veiruna. Hættan á því að smitast með blóðgjöf er því hverfandi. Veiran af B gerð getur smitast við kynmök því að sá sem ber smitið í sér er með veiruna í munnvatni, sáðvökva og vessum legganga. 
      Flest tilfelli af lifrarbólgu B læknast án fylgikvilla. Einstaka sinnum hefur sjúkdómurinn það hraðan gang að hann leiðir til dauða. Í sumum leiðir sýkingin til langvinnrar lifrarbólgu eða skorpulifrar. 
  

Langvinn lifrarbólga.  

     Langvinn lifrarbólga er mjög sjaldgæf en þá er mallandi sýking mánuðum eða árum saman. Bólgan getur verið sjáfsónæmissjúkdómur en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin vefjum. Oftast kemur langvinn lifrarbólga í kjölfar sýkingar eins og bráðra lifrarbólgu af B gerð, en stundum stendur hún í sambandi við sjúkdóma í meltingarfærum eins og ristilbólgu með sárum eða Chrons sjúkdóm. 
 Langvinnn lifrarbólga er sjúkdómur sem stundum leiðir til vaxandi lifrarbilunar. Hætt er við að sjúklingurinn endi með skorpurlifur. 
 

Skorpulifur 

      Skorpulifur stafar af skemmdum í lifur vegna örvefsmyndunar. Smátt og smátt minnkar geta lifrarinnar til að sinna starfi sínu. Margt getur leitt til myndunar skorpulifrar. Langalgegnasta orsökin á Vesturlöndum er áfengisneysla eða alkoholismi, en einnig hjartabilun og fleira. Stundum finnst engin orsök. 
       Lykilhlutverk lifrarinnar í efnaskiptum endurspeglast í hinum margvíslegu einkennum sem koma fram við skorpulifur. 
     Snemma í sjúkdómnum þegar enn eru til margar heilbrigðar lifrarfrumur eru einkenni lítil. Smám saman fer að bera á lystarleysi, megru, ógleði, uppköstum, vanlíðan og þreytu, auk meltingartruflana og uppþembu. Það verður vaxandi tilhneiging til að fá marbletti og blæðingar, t.d. blóðnasir. Litlir rauðir blettir ("kóngulóarblettir") geta komið á andliti, hendur og bol. 
      Seinna getur komið fram gula. Það getur dregið úr kynhvöt hjá karlmönnum, auk þess sem brjóst þeirra geta stækkað. Hjá konum verður tíðateppa. Að lokum verður lifrarbilun en þá safnast bjúgur í kviðarhol og við ökkla og einbeitingarhæfnin verður lakari. Það fer að bera á gleymsku og rugli og skjálfti kemur í hendur. 
     Skorpulifur er sjaldgæf nema áfengisneyslu sé til að dreifa. Körlum og konum er jafnhætt við sjúkdómnum. Einkum er áfengissjúklingum sem borða lítt heilnæma fæðu, hætt. Einstaka sinnum geta of stórir skammtar af ákveðnum lyfjum skemmt lifrina. 
      Sjúkdómsgangur getur verið mis hraður og skiptir máli á hvaða stigi hann greinist. 


Meltingafæraverkefni í LOL 203
Anna Kristín Óladóttir & Jóna Katrín Guðnadóttir

[ Til baka á aðalsíðu ]
 [ Meltingarvefur ]