Bragðlaukar
Bragðlaukarnir sitja á yfirborði tungunnar. Hver bragðlaukur
er gerður úr 50 til 75 frumum sem raða sér saman
í knyppi. Þessar frumur eru aðgreindar frá aðliggjandi
þekjuvef og þær endurnýja sig á 7 til 10
daga fresti. Bragðlaukarnir sem greina salt eru staðsettir framarlega
á yfirborði tungunnar og á hliðum hennar en þeir
sem greina sætt bragð eru í tungubroddinum. Aftasti hluti
tungunnar greinir beiskt bragð en bragðlaukar sem greina súrt
bragð eru á jöðrum tungunnar. Þegar fæða
kemst í snertir bragðlaukana berst boð með taugum til
heila um hvernig bragðið eigi að vera. Þegar við
finnum svo bragðið af matnum er margt fleira sem einnig spilar
inn í t.d. lykt, viðkoma, hitastig og ástandsform matarins.
Myndin sýnir staðsetningu bragðlauka á tungunni,
blái liturinn sýnir hvar beiskt bragð er skynjað,
bleiki sætt, guli salt og sá ljósgræni þar
sem bragðlaukar nema súrt bragð.
Til baka á aðalsíðu
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.