Gómur - palatum

Heilbrigðir gómar eru bleikir að lit og sterkir. Þeir hafa takmarkað næmi fyrir sársauka, hitastigi og þrýstingi.  Gómarnir enda þar sem kokið byrjar, aftast í munninum.  Brúnir gómsins eru “fríjar” við tennurnar og kemur slímhúðin umhverfis þær (tannholdið) örlítið niður milli allra tannanna.  Gómurinn er festur við tannræturnar með sérstökum próteinþráðum.  Breytingar á lit eða óeðlileg viðkvæmni tannholds, geta verið merki um gómbólgur eða tannholdsbólgu.
“Þak” munnholsins er íhvolft.  Það skiptist í framgóm og gómfyllu.  Framgómurinn er myndaður úr gómbeinunu (os palatinum) og gómhlutum efri kjálkabeina (mandibula).  Beinin eru þakin þykkri ljósri slímhúð.  Slímhúðin er bundin beinunum með próteinþráðum.  Gómfyllan tekur við, í beinu framhaldi, af framgómnum.  Niður úr gómfyllunni hangir úfurinn.  Þegar fæða snertir úfinn, hefst ferill kyngingar.  Gómfyllan er gerð úr sterkum, þunnum þekjuvef.  Hún er samansett af þessum þekjuvef og þremur vöðvum (m.aponeurosis palatinum, m. glossopa lantine og m. pharyngopalatinum).


 “Gólf” munnsins er aðeins sjáanlegt sé tungunni lyft.  Í miðjunni er tunguhaftið (frenulum linguae).  Við hvora hlið tunguhaftsins er örlítil hæð þar sem munnvatnskirtlar koma upp.

Til baka á aðalsíðu

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.