Tennur -dentes

Tennur eru hluti meltingarfæra.  Framtennurnar sjá um að “klippa” fæðuna og jaxlarnir sjá um að “mala”  hana.  Mölun felst í því að brjóta fæðuna niður í smærri bita.


Barnatennur (dentes decidui) eru 20 talsins en fullorðinstennur (dentes permanentes) eru 32.  Tennur sitja í tannholum í neðri og efri kjálkabeinum. 


 

Myndin sýnir gerð tannar. Glerungurinn er litaður grár, tannholdið rautt, tannkvikan er hvít og utan um hana er tannbein, tannlímið appelsínugult, próteinþræðir sem festa tönnina við beinið eru grænir að lit, og svæðið umhverfis tönnina er efra eða neðra kjálkabein. 

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.