Tungan er flatur, þverrákóttur vöðvi, staðsettur
í munnholi. Tungan tengist munnbotninum og nefnist sá staður
tungurót. Tungurótin inniheldur taugaknippi, slagæðlinga
og vöðvafrumur sem ná í aðra tunguhluta. Innan
um þverrákóttu vöðvafrumur tungunnar eru fitukirtlar
og munnvatnskirtlar, sem seyta munnvatni og mýkja þannig munnholið
svo að fæðan eigi greiðari leið niður í
kokið og vélindað. Yfirborð tungunnar er þakið
hrjúfri slímhimnu. Bragðlaukarnir eru staðsettir
á yfirborði tungunnar (dorsum) en eins og nafnið bendir
til þá finnum við bragð þegar fæða
snertir bragðlaukana. Neðri hluti tungunnar er fjólublár
að lit vegna allra æðanna sem þar eru. Þar er
slímhimnan líka slétt og mjúk en ekki hrjúf
eins og á efra borði tungunnar. Tungubroddurinn og jaðar
tungunnar snerta yfirleitt tennurnar í munni mannsins en tungan
hjálpar til við kyngingu og tal og eru það meginhlutverk
tungunnar. Tungan hjálpar til við mölun fæðunnar
með því að seyta munnvatni og velta fæðumaukinu
til og frá í munnholinu. Tungan getur myndað nokkurs
konar undirþrýsting í munnholinu sem gerir okkur kleift
að sjúga og kyngja. Tungan hjálpar okkur líka
við það að tala og án tungunnar væri varla
til neitt sem heitir franskur koss. Mörg dýr nota tunguna sem
hjálpartæki við snyrtingu, t.d. hundar og kettir. Önnur
dýr nota tunguna þegar veiða skal til matar t.d. eðlur
og froskar.
Til baka á aðalsíðu
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.