Kok ~ pharynx

Kokið er trektlaga svæði aftast í munninum. Það tengir munnholið og nefholið við vélindað og barkakýlið framan á hálsinum, og við vélindað aftar í hálsinum. Maturinn sem við borðum fer frá munni, um kokið og niður í vélindað. Loft fer einnig um kokið á ferð sinni fram og til baka um nef eða munn niður í barkakýli. Kokið er þakið slími, sem auðveldar fæðunni að renna niður í vélindað. Slímið fjarlægir einnig rykagnir úr loftinu og hindrar að þær komist niður í lungu. Kokið er klætt innan marglaga flöguþekju (án keratíns) og slímmyndandi frumum. 

Kokið skiptist í:
Munnkok ~ oropharynx: Aftan við munnhol. Opið milli munns og munnkoks kallast kverk. 
Nefkok ~ nasopharynx: Aftan við nefhol. Gómfyllan aðskilur munn- og nefkok.
Barkakok ~ laryngopharynx: opnast inn í barkakýli og vélinda. 
Úfur ~ uvula er lítill keilulaga sepi sem hangir niður úr miðju gómfyllunnar. Þegar kyngt er flytur tungan fæðutugguna í munnkok. Vöðvahreyfingar í kokvegg skrúfa fæðuna niður í vélindað.
Barkalokið ~ epiglottis er lítill vefjarflipi sem lokar fyrir barkakokið þegar kyngt er. Á sama tíma ýtist gómfyllan upp á við og lokar fyrir nefkokið. Þetta hindrar að fæðan fari í öndunarfæri. 

Myndin sýnir ferli kyngingar, þar sem fyrsta  hreyfingin er viljastýrð en hinar ósjálfráðar. (Tungan er lituð rauð en fæðan er græn, t.d. paprika eða kál).


Til baka á aðalsíðu

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.