Varirnar eru tveir mjög næmir vöðvar sem
umlykja opið á munninum. Í þeim báðum
eru margar taugar. Ytra borð varanna er þakið skinni, en
innra borðið er fóðrað slímhúðarmyndandi
þekjuvef. Á milli innra og ytra borðs er bleika lína
varanna. Bleiki liturinn er vegna blóðríkra vefja sem
eru þarna undir. Varavöðvarnir eru færir um að
hreyfa varirnar á margan hátt. Það gerir það
að verkum að með vörunum getum við gert mörg
mismunandi hljóð og maturinn dettur ekki út úr
okkur á meðan við tyggjum.
Til baka á aðalsíðu
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000.