Fjaran og hafið
1. Hve stóran
hluta jarðar þekja höfin?
2. Fjaran er búsvæði margra lífvera. Hvað
afmarkar fjöruna?
3. Hvaða munur er á klettafjöru og sandfjöru?
4. Hvað er átt við þegar talað er um landgrunn?
Lífverur
í fjörunni og hafinu
5. Nefndu 3 tegundir háplantna sem lifa í fjörunni.
6. Í fjörunni lifa margar tegundir brúnþörunaga,
nefndu tvær þeirra.
7. Söl eru rauðþörungar, hvernig hafa þau
verið nytjuð?
8. Plöntusvifið er undirstaða lífsins í
hafinu, nefndu tvær tegundir þess.
9. Hvenær ársins er vöxtur plöntusvifsins í
hámarki við Ísland?
10. Nefndu dæmi um lífverur sem tilheyra dýrasvifinu.
11. Hver
eru heimkynni kræklings?
12. Hvað er skollakoppur?
13. Getur hörpudiskurinn synt?
14. Hvað étur humar?
15. Hvað er hrúðurkarl?
16. Nefndu tvær tegundir kuðunga sem lifa í fjörunni.
17. Nefndu 3 sjófugla sem lifa hér við land?
18. Ungviði hvaða fugls er nefnt “pysja”?
19. Á hverju
nærast súlur helst og hvernig afla þær sér
fæðu?
20. Hvenær er varptími langvía?
21. Hvert er sameiginlegt einkenni hvala?
22. Hver er stærstur hvala?
23. Hver er aðalfæða skíðishvala?
24. Hver er aðalfæða hrefna?
25. Hver eru helstu heimkynni hrefna?
26. Hvaða tvær tegundir sela kæpa hér við
land?
27. Hver er helsta fæða sela?
28. Hver eru helstu heimkynni þorsksins?
29. Hvenær er hrygningartími þorsksins?
30. Hvað étur þorskurinn helst?
31. Hverjir eru óvinir steinbítsins?
32. Lýstu æxlun þorsksins.