|
NÁT 123 Áfangamarkmið |
|
Markmið áfangans samkvæmt
Aðalnámsskrá framhaldsskóla er að nemandinn; ·
kunni skil á orku sem kemur við sögu við hringrás vatns í
náttúrunni en í því felst að... -
skilja hvernig vatn hreinsast við uppgufun og mikil-vægi
hreins grunnvatns og þekkja dæmi um efna-mengun sem getur spillt vatnsbólum -
vinna þversnið af vatnsorkuvirkjun, geta útskýrt í grófum
dráttum helstu þætti hennar og reiknað aflið sem vatnsfallið gefur -
útskýra hvernig raforku er dreift til notenda ·
þekki til orkunotkunar á heimilum en í því felst að... -
geta lýst jarðvarmaveitu í grófum dráttum og reiknað
varmaorkuna sem nýtt er úr hitaveituvatni þegar það rennur um hitunarkerfi
húss -
geta útskýrt hvernig örbylgjuofn starfar, mælt nýtni hans
og borið hana saman við nýtni annarra ofna ·
þekki þróun atómkenningarinnar og gerð frumefna en í því
felst að... -
geta rakið hvernig hugmyndir manna um atómið hafa þróast -
geta útskýrt á hverju lotukerfið byggist -
þekkja hvernig frumefnatáknin eru til komin og skilja
formúlur efnasambanda -
vita hvernig atóm mynda sameindir og hvernig jónir myndast -
þekkja hugtökin efnahvarf og efnajafna og geta lesið úr og
skrifað einfaldar efnajöfnur ·
kunni skil á eiginleikum og samsetningu andrúmsloftsins og
mengun frá brennslu en í því felst að... -
þekkja helstu efni andrúmsloftsins, geta útskýrt
loftþrýsting og nefnt breytingar sem efnamengun getur valdið á andrúmsloftinu -
vita hvað gerist þegar kol, olía, alkóhól og vetni
brennur, þekkja hlutverk einstakra efna í brunanum og skrifa efnajöfnur sem
lýsa bruna þessara efna -
þekkja helstu umhverfisáhrif brunans, geta borið saman
ólík mengunaráhrif bruna kolefniseldsneytis og vetnis og þekkja mismunandi
brennsluvarma efnanna og orkunýtingu við notkun þeirra
-
geta lýst uppbyggingu rafhlöðu, vita hvers vegna
rafstraumur fer milli skauta hennar og geta ritað efnahvörf sem gerast í
henni -
þekkja hvar rafhlöður eru notaðar og þau vandamál sem
fylgja notkun þeirra, t.d. sem orkugjafa fyrir bifreiðar í stað bensíns eða
olíu ásamt því að þekkja til efnarafala
-
vita hvaða samband er á milli hreyfiorku bíls og hraða,
hvernig hemlunarvegalengd er háð hraðanum og hvernig orkunotkun bíls eykst
með vaxandi hraða -
geta útskýrt, mælt og reiknað meðalhraða, stundarhraða og
hröðun fyrir hluti sem hreyfast eftir beinni línu -
geta gert gröf yfir færslu, hraða og hröðun sem fall af
tíma og vita hvaða samband er á milli grafanna -
geta leyst einföld dæmi um hreyfingu hlutar sem hreyfist
með jafnri hröðun
-
þekkja öreindir atómsins, tengsl þeirra við sætistölu og
massatölu og vita einnig hvað samsæta er -
lýsa kjarnaklofnun og kjarnasamruna -
geta í grófum dráttum teiknað kjarnorkuver og lýst hvernig
kjarnorku er umbreytt í raforku -
nota jöfnu Einsteins um samband efnis og orku -
geta borið mengun frá kjarnorkuverum saman við mengun frá
orkuverum sem brenna jarðeldsneyti ·
kunni skil á rafsegulbylgjum og samskiptum með þeim en í
því felst að... -
geta lýst rófi rafsegulbylgna, hvernig þær myndast í
tvípólloftneti og hvernig móttakari er stilltur -
vita hvernig ljósleiðari er notaður til að senda boð milli
staða -
þekkja hvernig hugmyndir manna um eðli ljóss hafa þróast í
tímans rás -
þekkja tengsl orku ljóseinda við tíðni rafsegulbylgna -
lýsa litrófi sólar og hvernig sólarljósið breytist á leið
sinni frá sólu til yfirborðs jarðar -
- útskýra í grófum dráttum hvernig sólarrafhlaða umbreytir
ljósorku í raforku |