Til baka á steinefni

Kalsíum (kalk):

Kalsíum eða kalk er algengast allra aðalsteinefna í líkamanum. Um 99% af kalkmagni líkamans er í beinagrindinni og um 1% í blóði og mjúkum vefjum.

Hlutverk kalks: upp síðuna

  1. Kalkið herðir beinagrindina sem heldur uppi líkamanum.
  2. Kalkið er nauðsynlegt fyrir samdrátt vöðva og starfsemi taugakerfisins.
  3. Kalkið er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun og fyrir virkni ýmissa ensíma.

    Fáist ekki nóg kalk úr fæðunni dregst kalk úr beinum fyrir aðrar þarfir líkamans. Stöðugleiki kalks í blóði er mjög mikilvægur.

Meðhöndlun kalksí líkamanum: upp síðuna

Nýting kalks fer meðal annars eftir þörfum hverju sinni. Afgangur, þ.e. það sem ekki er nýtt skilst út með hægðum. Kalk tapast úr líkamanum með þvagi, gegnum húð og með saur.

Frásog kalks úr þörmum er stýrt af D vítamíni. D vítamín verður að vera til staðar í nægu magni til að frásog sé nægjanlegt.

Uppruni kalks: upp síðuna

Mjólk og mjólkurafurðir eru kalkríkasta fæðan, neysla úr mjólkurflokki er því æskileg daglega. Dökkgrænt blaðgrænmeti, hnetur, baunir og gróft korn eru einnig kalkrík. Úr kalkríkri fæðu nýtist um 20-30% af kalkinu.

RDS, ráðlagður dagskammtur: upp síðuna

  • Fullorðnir (eldri en 18 ára) 800 mg,
  • börn (1-10 ára) 800 mg,
  • unglingar (11-18 ára, eru í örum vexti og þurfa þar af leiðandi mikið af kalki.) 1200 mg.

Skortur á kalki: upp síðuna

Getur verið vegna of lítillar neyslu á kalki eða vegna of lítils frásogs kalks úr smáþörmum. Skortseinkenni hjá börnum eru beinkröm en hjá fullorðnum beinmeira eða beinþynning.

Beinkröm lýsir sér þannig að beinin verða mjúk og sveigjanleg, fótleggir og lærleggir geta brotnað, börnin verða hjólbeinótt eða kiðfætt. Mörk á milli brjósks og beina verða ógreinileg.

Beinþynning, algengari hjá konum (eftir 40 ára aldur) en körlum.

Tenglar: upp síðuna

 


Fjölbrautaskólinn við Ármúla / desember 2001
Höfundar efnis: Ragnheiður Ásta Guðnadóttir
Prófarkalestur: Guðrún I. Stefánsdóttir

Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir og Jón Örn Arnarson, yngri