Steinefni eru ólífræn efni.

Það merkir m.a. að ekki er mögulegt að breyta eðli þessara efna, samanber lífrænu efnin eins og vítamínin og orkuefnin sem breytt er í líkamanum í önnur efni sem líkaminn þarfnast. Steinefnin haldast óbreytt frá því þau koma inn í líkamann og þar til þau skiljast út úr honum.

Steinefni skiptast í:

  • Aðalsteinefni, dagneysla yfir 100 mg á dag.
    • Kalsíum (kalk) sem er algengast allra aðalsteinefna í líkamanum,
    • fosfór,
    • kalíum,
    • natríum,
    • brennisteinn,
    • klór,
    • magníum.
  • Snefilsteinefni, dagneysla undir 100 mg á dag.
    • Járn sem er algengast allra snefilsteinefna í líkamanum,
    • sink,
    • kopar,
    • joð,
    • flúor,
    • króm,
    • selen,
    • mangan,
    • mólýbeden,
    • kóbalt,
    • nikkel,
    • kísill,
    • tin,
    • vanadíum.

Hlutverk steinefna: upp síðuna

  1. Steinefni eru hluti af beinum og tönnum. T.d. kalsíum og fosfór.
  2. Steinefni eru í söltum sem stjórna sýru- og vökvajafnvægi í líkamanum. T.d. natríum og klór.
  3. Steinefni eru hluti ýmissa próteina. T.d járn og sink. Dæmi um prótein sem steinefni eru hluti af er hémóglóbín sem sér um flutning súrefnis í blóðinu. Þau eru einnig nauðsynlegur hluti ýmissa ensíma sem taka þátt í efnaskiptum í frumum.

Meðhöndlun steinefna í líkamanum: upp síðuna

Sum steinefni frásogast auðveldlega yfir í blóðrásina, þau eru flutt um líkamann og skiljast út með þvagi (líkt og vatnsleysanleg vítamín).
Önnur steinefni eru líkari fituleysanlegum vítamínum, þau eru flutt um líkamann með öðrum efnum og ofneysla þeirra getur valdið eituráhrifum.

Uppruni steinefna: upp síðuna

Steinefni koma bæði úr jurta- og dýraríkinu.

RDS, ráðlagður dagskammtur: upp síðuna

Ráðlagðir dagskammtar eru það magn nauðsynlegra næringarefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS gildin ekki sagt til um einstaklingsbundnar þarfir. Skammtarnir koma þannig fyrst og fremst að notum við að meta næringargildi fæðis fyrir hópa fólks eða sem viðmiðunargildi fyrir hollt fæði. RDS gildin eru nokkru hærri en þörf flestra heilbrigðra einstaklinga en samt sem áður er til fólk sem þarf enn meira af næringarefnum en RDS gildin segja til um. Tilvitnun í Manneldisráð Íslands

Skortur á steinefnum: upp síðuna

Til að forðast skort á steinefnum þarf að borða fjölbreytt fæðuí hæfilegu magni, helst fæðu í sinni náttúrulegu mynd. Steinefnamagnið í matvælum er m.a. háð því úr hvers konar jarðvegi matvælin koma, áburði plantna og fóðri dýra. Við vinnslu tapast steinefni oft úr matvælum í miklu magni.

Tenglar: upp síðuna

Manneldisráð Íslands


Fjölbrautaskólinn við Ármúla / desember 2001
Höfundar efnis: Ragnheiður Ásta Guðnadóttir
Prófarkalestur: Guðrún I. Stefánsdóttir

Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir og Jón Örn Arnarson, yngri