Skjaldkirtillinn, glandula thyroide er fiðrildalagaður kirtill sem er staðsettur framan á hálsinum rétt fyrir neðan barkan. Blöð liggja sitt hvoru megin barkans og mætast á framanverðu. Að skjaldkirtllinum liggja efri og neðri skjaldkirtills æðar gerðar úr kirtillsvefi. Stærð skjaldkirtillsins er oftast um 25 g en það getur auðvitað verið breytilegt eftir aldri, kyni og þyngd manneskjunar. Skjaldkirillinn framleiðir tvö skaldkirtillshormóm og hormón sem kallast Calcitionin, sem hafa áhrif á hvert einasta líffæri, alla vefi og allar frumur í líkamanum. Stærð skjaldkirtillsins er dálitið mikilvægur mælikvarði á framleiðsu hormóna í líkamanum. Hormón skjaldkirtillsins sjá um t.d. þyngd líkamans, vöðva styrk, minni og að margt annað sé í lagi.
Framblað heiladinguls og skjaldkirtillinn vinna saman um að stjórna framleiðslu hormónsins í gegnum samvægiskerfi sem skynjar magn hormónsins í blóði og örvar eða minnkar seiti skjaldkirtilsins eftir þörfum. En stundum getur skjaldkirillinn tekið upp á því að framleiða of lítið eða of mikið af þyroxíni út í blóð og veldur það sjúkdómum sem nefnast ofstarfsemi skjaldkirtills, líka þekkt sem ofvirkni skjaldkirtills, og vanstarfsemi skjaldkirtills (vanvirkni skjaldkirtills). Algengestu sjúkdómar sem hrjá skjaldkirillinn (ofstarfsemi og vanstarfsemi) er hægt að mæla með einföldum hormóna mælingum. Ofstarfsemi skjaldkirtills (of mikill þyroxin framleiðsla) er algengari hjá konum og birtist oft á aldrinum 20 - 40. Stundum verða augun útstæð og mikill óróleiki getur á sér stað meðal annars. Sjúkdóminn er hægt að meðhöndla á þrjá vegu, en það fer eftir ýmsu hver aðferðin er notuð. Vanstarfsemi skjaldkirtills (of lítill þyroxín framleiðsla) getur komið upp eftir ofstarfsemi skjaldkirtills án þess að nokkuð hafi bennt til ofvirkni í skjaldkirtllinum. Eining er til meðferð fyrir þessum sjúkdómi. Hér á eftir verður fjallað mun ítarlega um ofvirkan og vanvirkan skjaldkirtil. |