[Frumulíffræði]
7. Dæmigerð dýrsfruma. |
Stærð: Dæmigerð dýrafruma er um 20
míkrómetrar í þvermál eða 1/50 úr
mm. Þannig geta 50 dýrafrumur rúmast hlið við
hlið innan 1 mm. Dýrafruma er því um 20 sinnum
stærri en meðal gerilfruma
Bygging: Dýrafrumur eru heilkjörnungar, það er erfðaefni þeirra er varið í kjarna frumunnar. Fyrir utan kjarnann, þá er fruman gerð úr umfrymi þar sem öll frumulíffæri hennar eru staðsett og utan um frumuna er frumuhimnan. Það sem einkennir byggingu dýrafrumunnar eru glýkógenkorn. Þau geyma glýkógenið sem er næringarforði dýrafrumunnar.
NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001 |