[Frumulífræði] / [Kjarni]

4.2. Litningar.

Litningarnir varðveita erfðaefnið sjálft DNA. Á litningum eru gen. Gen er sá litningsbútar sem stjórnar myndun eins próteins.

Bygging litnings: Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og próteinum.

Hlutverk DNA:

DNA er erfðaefni frumunnar. Sameindin geymir upplýsingar um um gerð allra próteina sem fruman þarf á að halda. Upplýsingar DNA sameindarinnar eru geymdar sem röð niturbasanna adeníns, gúaníns, cýtósins og týmíns. Áður en frumur skipta sér tvöfaldast erfðaefnið og þessum upplýsingum því komið á milli frumukynslóða.
DNA stjórnar gerð og starfsemi frumunnar. DNA eftirmyndar sig í sameindina RNA sem fer út í umfrymið, í ríbósómin og stýrir þar próteinmyndun. Prótein eru byggingarefni frumunnar og ráða því gerð hennar og þau eru ensím sem stýra starfsemi hennar.

Heildarfjöldi litninga, stærð þeirra og lögun er einkennandi fyrir hverja tegund lífvera. Litningamengi mannsins inniheldur 46 litninga, það er 44 almenna litninga og 2 kynlitninga.

Karlar hafa 44 litninga og xy kynlitninga,
en konur hafa 44 litninga og xx kynlitninga.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001