NÁT 123, efna- og eðlisfræði. Sumarfjarnám
2002
Til baka: Aðalsíða
NÁT 123 / Orka - kennsluáætlun
Orka, skilaverkefni:
Svarið eftirfarandi spurningum
og skilið í tölvupósti í lok júlí,
þannig að hægt verði að fara yfir svörin og
senda ykkur þau aftur fyrir próf.
-
Vatnsaflsvirkjanir.
(Sjá
kafla 5.1, 5.2, 5.4, 5.8 og rýnihorn bls. 118-119.)
-
Gerið grein fyrir hringrás
vatnsins á jörðinni. Hvað er það sem
viðheldur hringrás vatnsins?
-
Hvernig er náttúruleg
hringrás vatns nýtt til raforkuframleiðslu og hvaða
skilyrði gera Íslandi heppilegt til raforkuframleiðslu með
vatnsaflsvirkjunum?
-
Gerið grein fyrir því
hvernig náttúran hreinsar vatnið.
-
Tilgreindu eftirfarandi sem
finnst í heitu vatni:
-
fjórar lofttegundir,
-
þrjú efnasambönd,
-
fjórar gerðir málmjóna
-
tvær gerðir málmleysingja.
-
Jarðeldsneyti.
(Sjá kafla 6.1, 6.3, 6.5, 6.6 og rýnihorn bls 159.)
-
Hvað er jarðeldsneyti?
-
Hver er uppruni jarðeldsneytis?
-
Nefndu dæmi um efnasamsetningu
jarðeldsneytis.
-
Hvað er bruni?
-
Hvaða tengsl eru á
milli bruna kola og olíu og gróðurhúsaáhrifanna
svo kölluðu?
-
-
Vetnisorka, sólarorka
og vindorka. (Sjá kafla 7.1, 7.2, 7.4 og 7.5.)
-
Vetni er eldfim lofttegund og
því hefur komið til tals að geyma vetni sem metanól.
Ritið jöfnu þess efnahvarfs.
-
Hver eru helstu vandamál
við notkun sólar til orkuframleiðslu?
-
Gerið í stuttu máli
grein fyrir því hvernig hægt er að virkja vindinn
til raforkuframleiðslu.
-
-
Kjarnorka. (Sjá
kafla 7.6, 7.7.)
-
Gerið grein fyrir einhverju
kjarnahvarfi.
-
Gerið í stuttu máli
grein fyrir keðjuverkun í kjarnaklofnun.
-
Hverjar eru hættur kjarnorkuvinnslunnar?
-
Gerið grein fyrir orkuvinnslu
með kjarnasamruna.
Kennari:
Sigurlaug
Kristmannsdóttir, líffræðingur
Fjölbrautaskólinn
við Ármúla, júní 2002