NÁT 123, efna- og eðlisfræði.
Vorönn 2004
Til baka: Aðalsíða NÁT 123 / Inngangur
Verkefni um sögu eðlis- og efnafræði.
Framkvæmd:
Vinnið saman í hópum, 2
til 4. Hver hópur velur sér hópstjóra, sem skrifar niður nöfn og
símanúmer allra í hópnum. Hópstjórinn ber síðan ábyrgð á því að virkja
alla einstaklinga hópsins jafnt og að verkefnið verði tilbúið í tæka
tíð.
Veljið ykkur verkefni og
byrjið að afla heimilda. Fjallið um viðfangsefnið á eins skýran og
skilmerkilegan hátt og ykkur er unnt. Verkefninu á síðan að skila sem
bæklingi í síðasta lagi næst komandi föstudag. Munið að myndskreyta
bæklinginn og geta heimilda fyrir upplýsingum sem hann inniheldur.
Verkefninu eru ætlaðar 4 kennslustundir (að þessari meðtalinni), samkvæmt
stundaskrá hvers hóps.
Efni:
- Alkemistar
- Antoine L. Lavoisier
- Aristóteles
- Demókrítus
- Galíleó Galíleis
- John Dalton
- Marie Curie
- Mendelejeff
- Niels Bohr
- Paracelsus
- Platón
- Robert Boyle
- Nafngiftir frumefnanna
- Efni að eigin vali sem tengist
sögu efna- eða eðlisfræði
Verkefnaskil:
- Föstudagur 23. janúar 2004.
Heimildir:
- Kennslubók, kafli
2,
- Netið (skoðið t.d. leit.is og google.com),
- Bækur og tímarit
á bókasafni
Gerð bæklinga:
Hægt er að gera bæklinga í
ýmsum forritum, t.d. Microsoft Publisher eða Microsoft Word (Veljið File – New
– Publications – Brochure)
Fjölbrautaskólinn við Ármúla,
janúar 2004 - Höfundarréttaráminning